Tuesday, December 15, 2009

Jólin nálgast...





Ég hef tekið eftir því, að það virðist ekki eins mikið um jólastress hjá karlmönnum og konum, skiljanlega, því á konunum mæðir yfirleitt mest af undirbúningi jólanna held ég, en fólk virðist sem betur fer óvenju rólegt að þessu sinni.
Sjálf hef ég reynt að taka komu jólanna með ró og forgangsraða rétt og sinna því sem gera þarf jafnóðum og færi gefst. Jólaklipping húsmóðurinnar að þessu sinni fór fram á Egilsstöðum hjá Ásu í Hár.is því allir tímar hjá Ásu í Lokkafín voru upppantaðir í nóvember. Rúnar fær hinsvegar sína jólaklippingu heimafyrir, enda einfalt og fljótlegt að snoða hann. Annars sat hann í gær og plokkaði og sveið jólagæsirnar, auk þess sem hann hefur sett upp seríur utandyra og skroppið í veiðitúr o.fl...
En á milli verka bregður hann sér í kaffi yfir götuna til Bubba í afslöppunarspjall á meðan ég dúllast við jólabækurnar á bókasafninu og jólaundirbúning heima á milli.
Á kvöldin undanfarið hefur verið afar stillt og fallegt veður, svo jólatréð í hólmanum nýtur sín sérlega vel eins og sjá má á meðf. mynd, en eins og ég hef áður sagt, þá eiga myndirnar að tala sínu máli og þurfa varla frekari skýringa við.
Njótið Aðventunnar sem allra best og safnið góðum minningum :)

1 comment:

Asdis Sig. said...

Líf og fjör hjá þér að vanda mín kæra. :):)