Tuesday, May 04, 2010

1. maí 2010



Það er árlegur siður hér í bæ að verkalýðsfélagið Afl býður heimamönnum til kaffisamsætis í Herðubreið á degi verkalýðsins 1. maí. Þeir nemendur sem eru að safna fyrir útskriftarferð ár hvert hafa ásamt foreldrum sínum tekið að sér (um árabil) að sjá um kaffið og skemmtiatriðin og var það ekki síðra í ár en venjulega. Terturnar eru alltaf jafn góðar og girnilegar og létt skemmtunin, auk þess sem fulltrúi frá Afli hefur líka flutt ræðu dagsins og að sjálfsögðu syngur svo allur salurinn baráttusöng verkalýðsins eins og gert er um land allt á þessum degi.

No comments: