Thursday, May 20, 2010
Flatbrauðsgerð utan dyra í maí :)
Þegar ég kom heim af kóræfingu í gærkvöld, þá sá ég mjög óvenjulega sjón. Það var móðir nágrannakonu minnar sem var að "svíða" flatkökur utan dyra, á sama hátt og við svíðum kindahausa, lappir og annað sem við viljum svíða. Fórst henni þetta mjög vel úr hendi og gaman hefði verið að smakka á þessum fínu kökum hennar, sem eiga víst að fara í væntanlega fermingarveislu sem verður innan fjölskyldunnar um helgina.
Kannski ég fari að prófa að hnoða flatkökudeig og baka nokkur stykki á þennan hátt, margt er vissulega vitlausara en það.... bara gaman að þessu :)))
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment