Monday, May 31, 2010

Babuji á Seyðisfirði




Í dag 31. maí 2010 kom saman nokkuð stór hópur fólks á "gamla spítalanum" til að hitta og hlusta á Indverjann Babuji (eða Mooni) sem kom hingað á vegum Kristbjargar Kristmunds blómadropa- og jógakennara en þau kynntust fyrir 4 árum á Indlandi.
Babuji er læknismenntaður og kaus að dvelja í einangrun um árabil eftir að námi hans lauk. Hann er örugglega eldri en hann lítur út fyrir að vera, því hann virkar á mig sem ungur maður með góða kímnigáfu og með ótrúlega þolinmæði og vilja til að lifa því sérstaka lífi sem hann lifir nú eftir að einangrun hans lauk.
Honum fylgir ávallt aðstoðarkona hans sem sér um daglegar þarfir hans og einnig kom hópur Íslendinga að sunnan til að vera með honum hér á meðan á dvöl hans stendur hér eystra.
Umræðuefni samfundarins var Ást eða KÆRLEIKUR í ýmsum myndum eins og viðstaddir hafa upplifað óeigingjarna ást. Sumir voru duglegri en aðrir að tjá sig, svona eins og gengur og að lokum fengum við Seyðfirðingar að eiga við hann fáein orð og þakka fyrir samveruna.
Hér má sjá sýnishorn af þeim myndum sem ég tók, en ég bað um leyfi til myndatöku og var því vel tekið, takk fyrir mig :)

No comments: