Sunday, May 30, 2010

Sjaldséðir gestir !


Alltaf annað slagið koma hingað sjaldséðir fuglar og flækingar sem slæðast hingað óvart með veðri og vindum.
Við höfum ekki oft séð Rauðbrystinga hér á landi og aldrei fyrr hef ég séð þá hér á Seyðisfirði, en í morgun voru a.m.k. 12 eintök önnum kafnir í matarleit í fjörunni úti á Vestdalseyri. Önnur óvænt sjón mætti okkur þar líka, en það var hópur af Óðinshönum sem syntu í sjávarborðinu rétt hjá Rauðbrystingunum, en ég hef aldrei séð þá fyrr á sjónum, aðeins við ferskvatn, þ.e. vötn, tjarnir og læki hingað til.
Þessi kosninga+Evrovision-helgi er búin að vera óvenju sólrík og góð miðað við sólarleysið og kuldatíðina undanfarið.... :)))

No comments: