Tuesday, May 04, 2010

Krían komin og flestir aðrir vorfuglar !




Mikið er nú yndislegt að sofna við fuglasöng og vakna við hann líka á hverjum morgni. Nú má segja að flestallir vorfuglarnir séu mættir á svæðið okkar hér, því að krían kom svífandi hingað inn með ánni í gær og er í dag að skoða sig um á varpsvæðinu hér innar með ánni. En krían er með síðustu vorfuglunum sem mæta hingað og þegar hún er komin finnst manni sumarið vera gengið í garð.
Aðrir fuglar sem gleðja okkur núna með söng og nærveru sinni eru skógarþrestir, stelkar, hrossagaukar, lóur, spóar, tjaldar og auk þess er hópur af anda og gæsapörum hér við ána sem heyrist mismikið í. En auk þessarra hefðbundnu fugla þá koma hér erlendir flækingar af og til og gleðja okkur með óvæntri nærveru sinni. Hér má sjá SEFHÆNU sem er sjaldgæfur flækingur, en hún var hér um tíma fyrir stuttu og þótti gott að fá brauð í gogginn :)
Vonandi verður bara nóg æti fyrir alla þessa fugla svo hér verði iðandi fuglalíf í sumar okkur öllum til mestu ánægju....

Most of the yearly birds have now arrived over to Seydisfjordur and we love to have them around and listen to their songs and seeing their eggs and nests all around :)

1 comment:

Asdís Sig. said...

Það er alltaf jafn yndislegt þegar fuglarnir byrja að syngja á vorin. Sólskinskveðja til ykkar.