Wednesday, May 26, 2010
Tónleikar kirkjukórsins
Ég gleymdi að geta þess að laugardaginn 22. maí hélt kórinn tónleika í bláu kirkjunni undir stjórn Sigurbjargar organista, en hún er nú komin aftur til okkar eftir áratuga fjarveru. Lögin á dagskránni voru öll eftir Inga T. Lárusson, nema lokalagið Seyðisfjörður sem er eftir Stein Stefánsson. Hjónin Sunsana og Charles Ross spiluðu einnig 6 lög eftir Inga og vorum okkur til aðstoðar og uppfyllingar.
Ég veit ekki annað en að vel hafi tekist til og gestir virtust mjög ánægðir með útkomuna. Er það vel :)
Að tónleikunum loknum héldum við yfir á veitingahúsið Ölduna og snæddum þar saman ljómandi góðan kvöldverð ásamt mökum okkar, alls hátt í 50 manns.
Þetta var því ljómandi góður dagur, sólríkur og bjartur og síðast en ekki síst afmælisdagur yngri sonar okkar Bergþórs :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Hæ skvís.
Var að kíkja á færslurnar þínar, skemmtilegar að vanda, svo gaman að svona myndskreyttu bloggi. Ég er lítið í tölvu núna, annað sem situr fyrir, til hamingju með fólkið þitt og kær kveðja austur. Ásdís
Post a Comment