Saturday, May 29, 2010

Adam í sveitinni :)))



Þegar ég hugsa til baka til æskuáranna, þá var eitt það skemmtilegasta sem ég gerði að fara í heimsókn til afa og ömmu í sveitina. Þá voru þar hestar, kindur, kýr og hænsni og ég naut þess af öllu hjarta að umgangast dýrin, fara á hestbak, horfa á ömmu mjólka kýrnar, taka á móti lömbunum á vorin og fara í réttirnar á haustin, tosast í heyskap og gefa hænunum og tína saman eggin þeirra.
Ég get því vel skilið að dóttursonur okkar uni sér vel í rólegheitum hjá okkur, því sannarlega gerum við okkar besta til að gleðja hann og sinna honum sem best. Hann fær að vísu ekki tækifæri til að gera sömu hluti og ég gerði á hans aldri, en hann fær að gera ýmislegt annað, eins og að ganga um friðaða náttúru og skoða fuglahreiður og egg, sigla á trillu út á fjörð og sjá hvali, fugla og fiska.
Hann fær að taka þátt í því sem við erum að gera, eins og garðvinnunni o.fl. og fær að heyra skemmtilegar sögur á hverju kvöldi og borða það sem hann langar í :D
Síðast en ekki síst þá fékk Adam að fara í heimsókn í hænsnakofann hjá Önnu nágrannakonu og fékk að hirða 3 egg sem þar voru. Það var nú ekki leiðinlegt :)
Vonandi verða hans bernskuminningar jafn góðar og mínar, þegar árin færast yfir hann :)

No comments: