Monday, May 24, 2010

Hvítasunnan á Húsavík :)





Á Hvítasunnu-dagsmorgunn fórum við Rúnar snemma af stað norður til Húsavíkur til að hitta mömmu, Diddu systir, Jóhönnu Björgu og Adam, en þau 3 síðastnefndu voru komin norður á undan okkur. Ferðin gekk vel og veðrið gott. Við sáum mikið af fuglum á leiðinni og nokkur hreindýr, en annars var tíðindalítið á ferðinni yfir fjöllin.
Við notuðum hluta úr deginum til að setja niður útsæði í garðinn hans pabba, en hann var herfaður einmitt á Hvítasunnumorgni okkur til mestu furðu. En þar sem allt var til reiðu fyrir niðursetningu var ekki eftir neinu að bíða.
Mamma var bara hress og við hittum flesta ættingjana eins og venjulega og Sigrúnu vinkonu á Þórðarstöðum. Rúnar skrapp með Adam í heimsókn til kinda og lamba hjá Jónda og fórum hefðbundinn rúnt með mömmu, m.a. í þetta sinn upp að Botnsvatni, en þar er áftin búin að verpa í hólmanum eins og undanfarin ár og talsvert fuglalíf við vatnið.
Blíðuveður gerði okkur svo kveðjustundina og heimferðina léttari. Adam kom með okkur austur og verður hér framyfir sjómannadag, sem er góð tilbreyting fyrir okkur öll.

No comments: