Saturday, May 22, 2010

Hnúfubakur í Seyðisfirði



Í dag 22. maí 2010 var myndarlegur hnúfubakur á veiðum í Seyðisfirði og meðfylgjandi myndir eru af honum. En undanfarnar vikur hafa ýmsir hvalir séðst hér í firðinum á veiðum og virðist vera nóg æti þar að hafa, enda sjáum við stöðugan straum af kríum með síli í gogginum á ferð frá sjónum og hér upp með ánni að varpsvæði þeirra.
Þessa dagana eru kríurnar einmitt að hefja varpið og erum við búin að sjá fyrstu eggin og fundum reyndar 3 hettumáfshreiður úti á Ölfueyri og létum okkur hafa það að fá okkur egg í soðið :) Þau smökkuðust MJÖG VEL !!!

No comments: