Thursday, May 06, 2010

Blúndur og blásýra...



Nágrannar mínir Anna og Guðni sem eru prýðisgóðir leikarar buðu mér að koma á generalprufu Leikfélagsins á leikritinu Blúndur og blásýra sem var í kvöld 6. maí.
Þetta er alveg prýðisgott "stykki" sem kemur á óvart og best að segja ekki of mikið um innihald verksins.
En það stóðu allir leikarar sig mjög vel og leikmyndin var alveg sérstaklega fín og viðeigandi, ég man varla eftir svona flottri senu í leikhúsi fyrr né síðar.
Af eigin reynslu vitum við Rúnar að það liggur mjög mikil vinna á bak við svona leikrit og ekki nema sjálfsagt fyrir bæjarbúa að mæta á þessa ágætu skemmtun til að samgleðjast þeim sem eru svo duglegir að leggja á sig alla þessa vinnu til að skemmta öðrum. Það verður örugglega enginn svikinn af þessu verki og ég skora á þá sem geta að missa ekki af því - GÓÐA SKEMMTUN og TAKK FYRIR MIG :)

No comments: