Sunday, December 27, 2009
Jólin 2009
Það er skrítið hvað góðir frídagar eru alltaf fljótir að líða. Þessi jól hafa bara horfið si svona og Jóhanna og Mo farin suður, en strákarnir og Adam litli eru hér ennþá í nokkra daga í viðbót. Við höfum dundað okkur ýmislegt þessa 2 daga, spilað og leikið okkur í snjónum og farið í jóla-kaffiboð til Binnu og co og hittum þar fyrir flesta úr þeirra stórfjölskyldu. Rúnar ætlaði svo að fara með félögum sínum í árlega fuglatalningu í morgun, en veðrið var þá svo vont að þeir urðu að snúa við.
En nú þurfum við að fara að borða eitthvað af öllum matarleyfunum sem féllu til þessa síðustu daga og er þar úr nógu að moða :) Og enn eru nokkrir dagar eftir áður en nýja árið gengur í garð með öllu því sem framundan er, hvað svo sem það verður ???
Aðalatriðið er að allir eru frískir og saddir og sælir, meira er ekki hægt að biðja um...!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Skemmtilegar myndir, sé að sá stutti hefur haft það gott hjá afa og ömmu, myndarleg fjölskyldan þín. Börnin stóru eru flogin heim og við gömlu höfum það ósköp gott, ætlum í bæinn á morgun, kannski í bíó. Kær kveðja
Post a Comment